Lífið Óvenjuleg förðunaraðferð skilar ótrúlegri útkomu Ný tískubylgja í förðun hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Tískubylgjan er kennd við samfélagsmiðlastjörnuna Meredith Duxbury og felst í því að nota allt að tíu pumpur af farða á andlitið sem svo er blandað út með fingrunum. Lífið 12.4.2023 13:00 Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar árið 2023 í Engjaskóla klukkan 13 í dag. Lagið ber heitið Kæri heimur og verða nemendur skólans viðstaddir flutninginn. Lífið 12.4.2023 12:13 Glæsihýsi við Keldugötu Sjö herbergja einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti, Garðabæ er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 324 eru 249 milljónir króna. Lífið 12.4.2023 12:00 Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 11.4.2023 21:01 Sögð vera byrjuð saman á ný Parið Millie Court og Liam Reardon stóðu uppi sem sigurvegarar í sjöundu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love Island. Síðasta sumar hættu þau saman en nú, níu mánuðum síðar, eru þau sögð vera byrjuð að rugla saman reitum á ný. Lífið 11.4.2023 20:35 Berglind Festival, Logi Geirs og Steindi skemmtu sér á forsýningu Aftureldingar Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís nú á dögunum þegar þar fór fram forsýning á íslensku þáttaröðinni Aftureldingu. Stórskotalið íslenskra leikara kemur saman í þáttaröðinni undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Göggu Jónsdóttur og Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 11.4.2023 18:01 Stranger Things stjarna trúlofuð syni Bon Jovi Leikkonan Millie Bobby Brown og leikarinn Jake Bongiovi eru trúlofuð ef marka má nýja Instagram færslu Brown. Lífið 11.4.2023 15:02 Kylie Jenner orðuð við heimsfrægan leikara Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet eru sögð vera að stinga saman nefjum. Frá þessu greina slúðurmiðlar vestanhafs en orðrómurinn fór á kreik eftir að þau mættu saman á tískusýningu fyrr á árinu. Lífið 11.4.2023 14:08 Al Jaffee er látinn Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Lífið 11.4.2023 13:12 Heimalöguðu veitingarnar eina áhyggjuefni eiginmannsins Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins. Lífið 11.4.2023 13:00 Æsispennandi átta liða úrslit en einstefna í úrslitunum Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit. Lífið 11.4.2023 13:00 Stjörnulífið: Bumbumyndir, búbblur og Bubbi í brauðtertugerð Páskahelgin er að baki og nutu vonandi sem flestir sín vel. Fjölmargir nutu páskanna á skíðum, á meðan aðrir skelltu sér til Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður eða höfðu það huggulegt uppi í bústað. Lífið 11.4.2023 12:02 Opinn fyrir því að eignast þrettánda barnið með Swift Barnamaskínan og sjónvarpskynnirinn Nick Cannon segist vera opinn fyrir því að eignast sitt þrettánda barn og það með söngkonunni Taylor Swift. Hann segist telja þau verða mjög gott par skildu þau byrja saman. Lífið 11.4.2023 09:32 Búin að eignast tvíburana Bandaríska leikkonan Hilary Swank er búin að eignast tvíbura. Hin 48 ára leikkona greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær. Lífið 11.4.2023 08:53 Lasse Wellander er látinn Sænski tónlistarmaðurinn Lasse Wellander er látinn, 70 ára að aldri. Hann var meðal annars gítarleikari fyrir sænsku hljómsveitina ABBA. Lífið 10.4.2023 10:34 Leikarinn Michael Lerner látinn Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Lífið 9.4.2023 23:36 Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík: Friður og fjölmenning „Friður og fjölmenning“ yfirskrift þáttar sem framleiddur er af Fríkirkjunni í Reykjavík og sýndur verður á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Lífið 9.4.2023 18:31 „Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. Lífið 9.4.2023 17:02 Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. Lífið 9.4.2023 11:25 Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með. Lífið 9.4.2023 09:00 „Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. Lífið 9.4.2023 07:00 Aron Can og Erna María eignuðust son Söngvarinn Aron Can og kærasta hans Erna María Björnsdóttir eignuðust son þann 3. apríl síðastliðinn. Lífið 8.4.2023 17:32 Love Island-stjarna eignaðist dóttur Love Island-stjarnan Shaughna Phillips eignaðist dótturina Luciu á þriðjudaginn 4. apríl síðastliðinn. Þetta er frumburður raunveruleikastjörnunnar. Lífið 8.4.2023 15:06 Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra. Lífið 8.4.2023 14:08 Vilja að George Foreman fari í lygamæli vegna ásakana Tvær konur sem hafa ásakað boxarann George Foreman um kynferðislega misnotkun vilja að hann fari í lygamælispróf. Brotin sem Foreman er sakaður um áttu sér stað fyrir 45 árum þegar hann var í kringum þrítugt en konurnar voru undir lögaldri. Lífið 8.4.2023 10:04 Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Lífið 8.4.2023 09:01 Missti besta vin sinn í hræðilegu slysi: Sagan sem aldrei mátti segja Hinn ástsæli útvarpsmaður Þorgeir Ástvaldsson varð fyrir því mikla áfalli aðeins nítján ára gamall að missa besta vin sinn, Rúnar Vilhjálmsson, sem féll niður af svölum. Lífið 8.4.2023 07:00 Fréttakviss vikunnar: Forsetaframbjóðendur, nikótínneysla og fleira Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. Lífið 8.4.2023 07:00 Einn söngvara S Club 7 látinn Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lífið 7.4.2023 17:04 Páskabingó Blökastsins í beinni útsendingu í kvöld Þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. standa fyrir stórskemmtilegu páskabingói Blökastsins klukkan 20:00 í kvöld. Sýnt verður frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lífið 7.4.2023 17:01 « ‹ 156 157 158 159 160 161 162 163 164 … 334 ›
Óvenjuleg förðunaraðferð skilar ótrúlegri útkomu Ný tískubylgja í förðun hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Tískubylgjan er kennd við samfélagsmiðlastjörnuna Meredith Duxbury og felst í því að nota allt að tíu pumpur af farða á andlitið sem svo er blandað út með fingrunum. Lífið 12.4.2023 13:00
Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar árið 2023 í Engjaskóla klukkan 13 í dag. Lagið ber heitið Kæri heimur og verða nemendur skólans viðstaddir flutninginn. Lífið 12.4.2023 12:13
Glæsihýsi við Keldugötu Sjö herbergja einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti, Garðabæ er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 324 eru 249 milljónir króna. Lífið 12.4.2023 12:00
Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 11.4.2023 21:01
Sögð vera byrjuð saman á ný Parið Millie Court og Liam Reardon stóðu uppi sem sigurvegarar í sjöundu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love Island. Síðasta sumar hættu þau saman en nú, níu mánuðum síðar, eru þau sögð vera byrjuð að rugla saman reitum á ný. Lífið 11.4.2023 20:35
Berglind Festival, Logi Geirs og Steindi skemmtu sér á forsýningu Aftureldingar Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís nú á dögunum þegar þar fór fram forsýning á íslensku þáttaröðinni Aftureldingu. Stórskotalið íslenskra leikara kemur saman í þáttaröðinni undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Göggu Jónsdóttur og Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 11.4.2023 18:01
Stranger Things stjarna trúlofuð syni Bon Jovi Leikkonan Millie Bobby Brown og leikarinn Jake Bongiovi eru trúlofuð ef marka má nýja Instagram færslu Brown. Lífið 11.4.2023 15:02
Kylie Jenner orðuð við heimsfrægan leikara Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet eru sögð vera að stinga saman nefjum. Frá þessu greina slúðurmiðlar vestanhafs en orðrómurinn fór á kreik eftir að þau mættu saman á tískusýningu fyrr á árinu. Lífið 11.4.2023 14:08
Al Jaffee er látinn Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Lífið 11.4.2023 13:12
Heimalöguðu veitingarnar eina áhyggjuefni eiginmannsins Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins. Lífið 11.4.2023 13:00
Æsispennandi átta liða úrslit en einstefna í úrslitunum Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit. Lífið 11.4.2023 13:00
Stjörnulífið: Bumbumyndir, búbblur og Bubbi í brauðtertugerð Páskahelgin er að baki og nutu vonandi sem flestir sín vel. Fjölmargir nutu páskanna á skíðum, á meðan aðrir skelltu sér til Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður eða höfðu það huggulegt uppi í bústað. Lífið 11.4.2023 12:02
Opinn fyrir því að eignast þrettánda barnið með Swift Barnamaskínan og sjónvarpskynnirinn Nick Cannon segist vera opinn fyrir því að eignast sitt þrettánda barn og það með söngkonunni Taylor Swift. Hann segist telja þau verða mjög gott par skildu þau byrja saman. Lífið 11.4.2023 09:32
Búin að eignast tvíburana Bandaríska leikkonan Hilary Swank er búin að eignast tvíbura. Hin 48 ára leikkona greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær. Lífið 11.4.2023 08:53
Lasse Wellander er látinn Sænski tónlistarmaðurinn Lasse Wellander er látinn, 70 ára að aldri. Hann var meðal annars gítarleikari fyrir sænsku hljómsveitina ABBA. Lífið 10.4.2023 10:34
Leikarinn Michael Lerner látinn Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Lífið 9.4.2023 23:36
Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík: Friður og fjölmenning „Friður og fjölmenning“ yfirskrift þáttar sem framleiddur er af Fríkirkjunni í Reykjavík og sýndur verður á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Lífið 9.4.2023 18:31
„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. Lífið 9.4.2023 17:02
Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. Lífið 9.4.2023 11:25
Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með. Lífið 9.4.2023 09:00
„Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. Lífið 9.4.2023 07:00
Aron Can og Erna María eignuðust son Söngvarinn Aron Can og kærasta hans Erna María Björnsdóttir eignuðust son þann 3. apríl síðastliðinn. Lífið 8.4.2023 17:32
Love Island-stjarna eignaðist dóttur Love Island-stjarnan Shaughna Phillips eignaðist dótturina Luciu á þriðjudaginn 4. apríl síðastliðinn. Þetta er frumburður raunveruleikastjörnunnar. Lífið 8.4.2023 15:06
Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra. Lífið 8.4.2023 14:08
Vilja að George Foreman fari í lygamæli vegna ásakana Tvær konur sem hafa ásakað boxarann George Foreman um kynferðislega misnotkun vilja að hann fari í lygamælispróf. Brotin sem Foreman er sakaður um áttu sér stað fyrir 45 árum þegar hann var í kringum þrítugt en konurnar voru undir lögaldri. Lífið 8.4.2023 10:04
Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Lífið 8.4.2023 09:01
Missti besta vin sinn í hræðilegu slysi: Sagan sem aldrei mátti segja Hinn ástsæli útvarpsmaður Þorgeir Ástvaldsson varð fyrir því mikla áfalli aðeins nítján ára gamall að missa besta vin sinn, Rúnar Vilhjálmsson, sem féll niður af svölum. Lífið 8.4.2023 07:00
Fréttakviss vikunnar: Forsetaframbjóðendur, nikótínneysla og fleira Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. Lífið 8.4.2023 07:00
Einn söngvara S Club 7 látinn Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lífið 7.4.2023 17:04
Páskabingó Blökastsins í beinni útsendingu í kvöld Þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. standa fyrir stórskemmtilegu páskabingói Blökastsins klukkan 20:00 í kvöld. Sýnt verður frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lífið 7.4.2023 17:01