Lífið

Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í við­bót

Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda.

Lífið

Höfðu ekki hug­mynd um Strætó á Kefla­víkur­flug­velli

Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu.

Lífið

Nýr örlagavaldur á Ástareyjunni

Raunveruleikaþættirnir Love Island hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Þar leita þátttakendur í sífellu að ástinni og hafa hingað til fengið að ákveða sjálfir með hverjum þeir stinga saman nefjum, en nú verður breyting á. 

Lífið

Frumsýning: Daniil og Joey Christ í beefi

Fyrsta myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu taka tónlistarmennirnir Daniil og Joey Christ lagið Ef þeir vilja Beef í beinni.

Lífið

„Ég er á besta deiti allra tíma“

Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast.

Lífið

„Lifði hamingjusöm til æviloka“

Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn.

Lífið

Tók 48 tíma að gera staðinn hlý­legan og fal­legan

„Aukningin er stöðug, aðallega er enn um ófatlaðar, íslenskar konur að ræða sem hingað koma en við viljum einnig ná betur til fatlaðra, fólks af erlendum uppruna, karla, eldri borgara og allra hinna sem verða fyrir ofbeldi,“ segir Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem nú er komið í nýtt húsnæði við Bleikargróf 6 í Reykjavík.

Lífið

Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist

Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. 

Lífið