Lífið

Unnur og Brynjar keyptu 200 fer­metra ein­býli á 4,5 milljónir

„Af hverju við fluttum? Það var sett á sölu húsið sem við bjuggum í og leigumarkaðurinn var algjörlega glataður. Ég varð svo pirruð yfir þessu að ég sagði bara: Af hverju prófum við ekki eitthvað nýtt?“ segir Unnur Eygló Bjarnadóttir en þau Brynjar Ingimarsson eiginmaður hennar ákváðu fyrir nokkrum árum að freista gæfunnar í finnskri sveit.

Lífið

Hvorki ein­föld né auð­veld á­kvörðun að taka þátt

Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 

Lífið

Grænn og vænn mánudagsdrykkur

Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna.

Lífið

Upp­lifði sig í framandi líkama fer­tug og ó­létt

Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við.

Lífið

Ein­stakar ljós­myndir frá tíunda ára­tugnum

Snemma á tíunda áratugnum bjó Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari í Súðavogi og var þar einnig með ljósmyndastúdíó. Í næsta húsi var hljóðverið Grjótnáman þar sem margar af þekktustu plötum íslenskrar tónlistarsögu voru teknar upp. Þar tók Bragi meðfylgjandi ljósmyndir þar sem sjá marga af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Lífið

Öll fjöl­skyldan sefur í sama rúminu

Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist.

Lífið

„Ég er mjög stolt af því að vera ís­lensk“

„Ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar henni var veitt heiðursviðurkenning forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hún hefur farið sigurför um heiminn undanfarið og fékk viðurkenninguna fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni. 

Lífið

Komu Svavari Erni á ó­vart í beinni

Nokkrar af bestu söngkonum landsins mættu í stúdíó Bylgjunnar á Suðurlandsbraut og sungu til heiðurs Svavari Erni útvarpsmanni í Bakaríinu sem varð fimmtugur á dögunum.

Lífið

Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins

Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur.

Lífið

Tárin runnu niður kinnar

Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum.

Lífið