Lífið

Kodak Black enn og aftur hand­tekinn

Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári.

Lífið

Íslenska sumarið nálgast toppinn

Tónlistarmaðurinn Gummi Tóta skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið sitt Íslenska sumarið. Söngkonan Klara Elias situr staðföst í fyrsta sætinu með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti með lagið Dansa. Því eru efstu þrjú lög vikunnar íslensk.

Tónlist

Rýnt í stiklu Rings of Power

Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell.

Bíó og sjónvarp

Tekur lögin sem skapa mestu stemninguna

Tónlistarkonan Guðrún Árný hefur vakið athygli í íslenska tónlistarheiminum fyrir kraftmikla rödd sína. Hún er þaulvön að koma fram og syngja fyrir stóran hóp áhorfenda og hlakkar mikið til að syngja fyrir og með öllum Þjóðhátíðargestum í ár.

Tónlist

Ben Stiller í Flatey með Ólafi Darra

Stórleikarinn Ben Stiller virðist vera staddur á landinu og samkvæmt Eiríki Jónssyni sást hann í  Flatey á Breiðarfirði með vini sínum og samstarfsfélaga Ólafi Darra leikara. 

Lífið

Miss Universe Iceland: Hannaði og saumaði heila fatalínu

Jónína Sigurðardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Reykjavík. Jónína ætlar að vera fatahönnuður í framtíðinni en hún hefur nú þegar hannað og saumað heila fatalínu. Hún segir keppnisferlið meðal annars hafa kennt sér mikilvæg samskipti.

Lífið

Tuttugu ára gamall Inni­púki snýr aftur eftir tveggja ára fjar­veru

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen.

Lífið