Skoðun

Góðar út­boðs­venjur geta lækkað kostnað

Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Bjartmar Steinn Guðjónsson skrifa

Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir.

Skoðun

Gúanó­lýð­veldið Ís­land

Jón Ármann Steinsson skrifar

Allsstaðar í heiminum er gengið út frá því sem vísu að fyrirtæki starfi undir eigin lögheiti - nema bara ekki á Íslandi. Þar gilda engin lög um slíkt og því engin viðurlög í gildi fyrir óheimila notkun á firmaheitum eða vörumerkjum annarra.

Skoðun

Upp­á­skrifað morfín dregur úr hjóla­þjófnaði

Búi Bj. Aðalsteinsson skrifar

Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu.

Skoðun

Lífið mitt er núna

Hrafnkell Karlsson skrifar

Árið er 2016, vetur, ég sit í stofunni með foreldrum mínum að horfa á þættina Hannibal. Ótrúlega vel gerðir þættir, gæti verið að Mads Mikkelsen eigi stóran hlut í því. Það kemur atriði þar sem Hannibal er að undirbúa gamlan félaga sinn til matreiðslu.

Skoðun

Saga um sebra­hest

Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar

Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir.

Skoðun

Vinnan göfgar manninn

Tómas A. Tómasson skrifar

Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum.

Skoðun

Hin stóra ógn við lífið á jörðinni er ekki efnis­leg

Helga Völundardóttir skrifar

Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst.

Skoðun

Hjarta úr steini

Sverrir Björnsson skrifar

Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer.

Skoðun

Að neita þjáðu fólki á Gaza um mann­úðar­að­stoð

Sólveig Hauksdóttir skrifar

Að neita þjáðu fólki á Gaza um mannúðaraðstoð. Að neita sveltandi fólki á Gaza um mat og vatn. Að neita særðu fólki á Gaza um hjálp. Að horfa í augu deyjandi manneskju og neita henni um hjálp. Er nokkuð ljótara til í heiminum?

Skoðun

Lumar þú á sögu úr frið­landinu í Vatns­firði?

Elva Björg Einarsdóttir skrifar

Gul viðvörun og ég hrekk upp við skarkalann í rúllugardínunum sem skella við gluggakarminn. Þó svo að það sé sannarlega mikilsvert að sofa við góð loftgæði keyrir nú eiginlega um þverbak þegar sunnan 18 æðir inn á rúmgafl til þín.

Skoðun

Hatrið mun ekki sigra

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu?

Skoðun

Okkar KSÍ

Ívar Ingimarsson skrifar

Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi.

Skoðun

Þegar gerandinn er ís­lenska ríkið

Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu.

Skoðun

Karlinn í skýjunum

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti.

Skoðun

Hvernig stendur á þessum hörmungunum?

Halldór Gunnarsson skrifar

Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra.

Skoðun

Hvað gerir Bjarni við bókun 35?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands.

Skoðun

Grinda­vík og ó­á­byrgt verk­lag

Vilhelm Jónsson skrifar

Það verklag og þær forvarnir sem hafa átt sér stað gagnvart íbúum í Grindavík hafa verið og munu verða bæjarbúum og þjóðinni dýrkeypt ofan á náttúruhamfarir og aðrar hörmungar.

Skoðun

Veljum að skapa

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá?

Skoðun

Dauðs­fall, fá­lyndi og um­boðs­maður sjúk­linga

Einar Magnús Magnússon skrifar

Það er ástæða til að lýsa yfir ánægju með það frumkvæði sem Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sýndi í lok síðasta árs með því að biðjast afsökunar á aðkomu spítalans að svonefndu plastbarkamáli og ömurlegum afleiðingum þess.

Skoðun

Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV!

Sigmar Guðmundsson skrifar

Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu.

Skoðun

Vindum ofan af skað­legri reglu­gerð ráð­herra um skamm­tíma­leigu

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Skoðun

Af­koma heimila og á­ætlun verka­lýðs­hreyfingarinnar

Stefán Ólafsson skrifar

Alltof mörg heimili eiga nú í fjárhagsþrengingum. Ástæðan er veruleg hækkun verðbólgu og vaxta. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir, miðað við síðustu 20 ár. Það er því gríðarlegt misvægi í samfélaginu. Allsnægtir sums staðar - en skortur annars staðar.

Skoðun

Kven­frelsi, leik­skóli og börn

Björg Sveinsdóttir skrifar

Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra.

Skoðun

Er Psilo­cybin hættu­legt dóp eða kröftugt verk­færi til heilunar?

Gunnar Dan Wiium skrifar

Psilocybin er einn af þeim þáttum ef svo má kalla sem hefur haft afgerandi áhrif á líðan mína og heilsu. Um er að ræða efni, svepp sem vex í náttúrunni út um allan heim. Ég tek sveppinn sem hluta af minni rútínu saman með vítamínum og öðrum fæðubótarefnum eins og CBD, Ashwagandha og Shilajit.

Skoðun

Lífskjarasamningarnir voru klúður

Þórarinn Hjartarson skrifar

Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast.

Skoðun

Rann­sókn á or­saka­ferli í kjöl­far sjálfs­vígs

Ingibjörg Isaksen skrifar

Þann 1. desember sl. lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs. Tillagan hefur það að markmiði að stuðla að öflun gagna sem nýtast við greiningu á áhættuhópum, í forvarnastarfi og við mótun fyrirbyggjandi aðgerða með það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg.

Skoðun

Sjálf­stætt fólk, sjálf­stæð þjóð

Arnar Þór Jónsson skrifar

Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi. Þessar hættur leyna á sér og eru misjafnlega sýnilegar fólki; bæði eftir því sem það hefur upplifað sjálft og líka eftir því sem það vill sjá og heyra.

Skoðun

Skerðingar eru eðli­legur hluti af rekstri raf­orku­kerfisins

Magnús Sigurðsson skrifar

Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi.

Skoðun