Sport „Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. Handbolti 8.10.2024 22:08 Á skotskónum í framrúðubikarnum Jason Daði Svanþórsson skoraði mark Grimsby þegar liðið tapaði 1-2 gegn Lincoln í framrúðubikarnum, bikarkeppni neðra deilda á Englandi. Enski boltinn 8.10.2024 21:30 Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Hamar/Þór tók á móti Þór frá Akureyri í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Svo fór að heimaliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 95-91 eftir æsispennandi leik. Körfubolti 8.10.2024 21:07 Amanda fagnaði sigri en Sveindís þurfti að sætta sig við tap Meistaradeild kvenna í fótbolta hófst með fjórum fjörugum leikjum í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir mátti þola tap með liði sínu Wolfsburg en Amanda Andradóttir fagnaði sigri með Twente. Fótbolti 8.10.2024 21:00 Valsmenn lágu í valnum eftir góða byrjun Valur tapaði með sjö marka mun úti í Norður-Makedóníu, 33-26 gegn Varda Skopje. Það var Íslendingaslagur í hinum leik riðilsins en þar bar Melsungen sigur úr býtum gegn Porto. Handbolti 8.10.2024 20:29 „Aðalmunurinn hvernig líkamlegir burðir eru“ Jóhannes Berg Andrason skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður FH í 37-30 tapi gegn Fenix Toulouse í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. Hann segir FH hafa spilað vel í fjarveru lykilleikmanna og hlakkar til að taka á móti franska liðinu í Kaplakrika. Handbolti 8.10.2024 20:11 Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Grindavík vann 67-61 sigur í kvöld þegar liðið tók á móti Val í annarri umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 8.10.2024 19:31 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Stjarnan mætti full sjálfstrausts eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í fyrstu umferð en liðið steinlág fyrir nýliðum deildarinnar. 103-77 tap varð niðurstaðan gegn Tindastóli, sem vann sinn fyrsta sigur í efstu deild. Körfubolti 8.10.2024 19:03 FH átti erfitt uppdráttar án lykilleikmanna Evrópudeild karla í handbolta er hafin. FH tapaði 37-30 ytra gegn franska félaginu Fenix Toulouse í fyrsta leik. Handbolti 8.10.2024 18:32 „Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Í Stúkunni í gær var farið yfir leik HK og Fylkis um helgina sem endaði með 2-2 jafntefli og féll Fylkir í kjölfarið úr efstu deild. HK berst enn þá fyrir lífi sínu í deildinni og verður erfitt fyrir liðið að bjarga sér. Íslenski boltinn 8.10.2024 17:33 „Getur ekki stjórnað áliti annarra“ Knattspyrnumaðurinn Davíð Kristján Ólafsson segist kitla í puttana að fá aftur tækifæri með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Hann hefur ekki verið valinn undanfarin ár. Fótbolti 8.10.2024 17:03 Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Enski boltinn 8.10.2024 16:17 Í tíu leikja bann fyrir „Jackie Chan“ ummælin Ítalski varnarmaðurinn Marco Curto hefur verið úrskurðaður í tíu leikja bann frá fótbolta vegna kynþáttaníðs í garð Suður-Kóreumannsins Hwang Hee-Chan, sóknarmanns Úlfanna á Englandi. Fótbolti 8.10.2024 15:31 Dagur og Messi tilnefndir til verðlauna Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City, er einn af þeim sem tilnefndir eru sem varnarmaður ársins í bandarísku MLS-deildinni í fóbolta. Fótbolti 8.10.2024 14:47 Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Fyrsti þátturinn af Bónus Körfuboltakvöldi Extra er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn var tekinn upp í hádeginu í dag. Körfubolti 8.10.2024 14:20 Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á hybrid grasvelli FH í Kaplakrika í dag, í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Fótbolti 8.10.2024 13:51 Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Stjarnan hefur fengið hinn 25 ára gamla markvörð Aron Dag Birnuson til sín en hann hefur síðustu fjögur ár varið mark Grindavíkur í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 8.10.2024 13:22 Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins. Íslenski boltinn 8.10.2024 12:59 Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. Körfubolti 8.10.2024 12:31 Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra. Fótbolti 8.10.2024 12:02 Safnaði kröftum á Íslandi eftir brottrekstur Ítalinn Daniele De Rossi dvaldi hér á landi nýverið og virðist hafa notið sín vel ásamt eiginkonu sinni Söruh Felberbaum. Þau skutust í Íslandsferð eftir brottrekstur De Rossi. Fótbolti 8.10.2024 11:31 Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi, var glæsimark Emils Atlasonar, framherja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykjavík tekið fyrir og var Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum þáttarins, klár á því að markið væri langbesta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild. Íslenski boltinn 8.10.2024 11:03 Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Engir eftirmálar verða af látunum sem urðu í Smáranum á föstudagskvöldið eftir leik Grindavíkur og ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta. Misjafnar meiningar eru í málinu. Körfubolti 8.10.2024 10:30 Vandaverk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“ Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu. Handbolti 8.10.2024 10:00 Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. Rafíþróttir 8.10.2024 09:49 Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. Fótbolti 8.10.2024 09:30 Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Íslenski boltinn 8.10.2024 09:01 Ótrúlegir vítadómar í Þýskalandi: Tóku boltann upp tvisvar í sama leiknum „Þetta er handboltadeildin,“ grínaðist Gummi Ben á Twitter þegar hann deildi myndbandi af hreint ótrúlegum leik í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Tvö víti voru dæmd í leiknum vegna þess að menn tóku boltann upp með höndum. Fótbolti 8.10.2024 08:29 Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Íslenski boltinn 8.10.2024 08:02 Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Hin 24 ára gamla Elif Karaarslan og hinn 61 árs gamli Orhan Erdemir eru bæði komin í ævilangt bann frá dómgæslu eftir að kynlífsmyndbandi af þeim var dreift á samfélagsmiðlum. Fótbolti 8.10.2024 07:31 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. Handbolti 8.10.2024 22:08
Á skotskónum í framrúðubikarnum Jason Daði Svanþórsson skoraði mark Grimsby þegar liðið tapaði 1-2 gegn Lincoln í framrúðubikarnum, bikarkeppni neðra deilda á Englandi. Enski boltinn 8.10.2024 21:30
Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Hamar/Þór tók á móti Þór frá Akureyri í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Svo fór að heimaliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 95-91 eftir æsispennandi leik. Körfubolti 8.10.2024 21:07
Amanda fagnaði sigri en Sveindís þurfti að sætta sig við tap Meistaradeild kvenna í fótbolta hófst með fjórum fjörugum leikjum í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir mátti þola tap með liði sínu Wolfsburg en Amanda Andradóttir fagnaði sigri með Twente. Fótbolti 8.10.2024 21:00
Valsmenn lágu í valnum eftir góða byrjun Valur tapaði með sjö marka mun úti í Norður-Makedóníu, 33-26 gegn Varda Skopje. Það var Íslendingaslagur í hinum leik riðilsins en þar bar Melsungen sigur úr býtum gegn Porto. Handbolti 8.10.2024 20:29
„Aðalmunurinn hvernig líkamlegir burðir eru“ Jóhannes Berg Andrason skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður FH í 37-30 tapi gegn Fenix Toulouse í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. Hann segir FH hafa spilað vel í fjarveru lykilleikmanna og hlakkar til að taka á móti franska liðinu í Kaplakrika. Handbolti 8.10.2024 20:11
Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Grindavík vann 67-61 sigur í kvöld þegar liðið tók á móti Val í annarri umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 8.10.2024 19:31
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Stjarnan mætti full sjálfstrausts eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í fyrstu umferð en liðið steinlág fyrir nýliðum deildarinnar. 103-77 tap varð niðurstaðan gegn Tindastóli, sem vann sinn fyrsta sigur í efstu deild. Körfubolti 8.10.2024 19:03
FH átti erfitt uppdráttar án lykilleikmanna Evrópudeild karla í handbolta er hafin. FH tapaði 37-30 ytra gegn franska félaginu Fenix Toulouse í fyrsta leik. Handbolti 8.10.2024 18:32
„Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Í Stúkunni í gær var farið yfir leik HK og Fylkis um helgina sem endaði með 2-2 jafntefli og féll Fylkir í kjölfarið úr efstu deild. HK berst enn þá fyrir lífi sínu í deildinni og verður erfitt fyrir liðið að bjarga sér. Íslenski boltinn 8.10.2024 17:33
„Getur ekki stjórnað áliti annarra“ Knattspyrnumaðurinn Davíð Kristján Ólafsson segist kitla í puttana að fá aftur tækifæri með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Hann hefur ekki verið valinn undanfarin ár. Fótbolti 8.10.2024 17:03
Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Enski boltinn 8.10.2024 16:17
Í tíu leikja bann fyrir „Jackie Chan“ ummælin Ítalski varnarmaðurinn Marco Curto hefur verið úrskurðaður í tíu leikja bann frá fótbolta vegna kynþáttaníðs í garð Suður-Kóreumannsins Hwang Hee-Chan, sóknarmanns Úlfanna á Englandi. Fótbolti 8.10.2024 15:31
Dagur og Messi tilnefndir til verðlauna Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City, er einn af þeim sem tilnefndir eru sem varnarmaður ársins í bandarísku MLS-deildinni í fóbolta. Fótbolti 8.10.2024 14:47
Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Fyrsti þátturinn af Bónus Körfuboltakvöldi Extra er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn var tekinn upp í hádeginu í dag. Körfubolti 8.10.2024 14:20
Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á hybrid grasvelli FH í Kaplakrika í dag, í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Fótbolti 8.10.2024 13:51
Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Stjarnan hefur fengið hinn 25 ára gamla markvörð Aron Dag Birnuson til sín en hann hefur síðustu fjögur ár varið mark Grindavíkur í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 8.10.2024 13:22
Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins. Íslenski boltinn 8.10.2024 12:59
Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. Körfubolti 8.10.2024 12:31
Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra. Fótbolti 8.10.2024 12:02
Safnaði kröftum á Íslandi eftir brottrekstur Ítalinn Daniele De Rossi dvaldi hér á landi nýverið og virðist hafa notið sín vel ásamt eiginkonu sinni Söruh Felberbaum. Þau skutust í Íslandsferð eftir brottrekstur De Rossi. Fótbolti 8.10.2024 11:31
Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi, var glæsimark Emils Atlasonar, framherja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykjavík tekið fyrir og var Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum þáttarins, klár á því að markið væri langbesta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild. Íslenski boltinn 8.10.2024 11:03
Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Engir eftirmálar verða af látunum sem urðu í Smáranum á föstudagskvöldið eftir leik Grindavíkur og ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta. Misjafnar meiningar eru í málinu. Körfubolti 8.10.2024 10:30
Vandaverk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“ Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu. Handbolti 8.10.2024 10:00
Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. Rafíþróttir 8.10.2024 09:49
Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. Fótbolti 8.10.2024 09:30
Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Íslenski boltinn 8.10.2024 09:01
Ótrúlegir vítadómar í Þýskalandi: Tóku boltann upp tvisvar í sama leiknum „Þetta er handboltadeildin,“ grínaðist Gummi Ben á Twitter þegar hann deildi myndbandi af hreint ótrúlegum leik í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Tvö víti voru dæmd í leiknum vegna þess að menn tóku boltann upp með höndum. Fótbolti 8.10.2024 08:29
Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Íslenski boltinn 8.10.2024 08:02
Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Hin 24 ára gamla Elif Karaarslan og hinn 61 árs gamli Orhan Erdemir eru bæði komin í ævilangt bann frá dómgæslu eftir að kynlífsmyndbandi af þeim var dreift á samfélagsmiðlum. Fótbolti 8.10.2024 07:31