Sport

Malen mættur til Villa

Framherjinn Donyell Malen er mættur til Aston Villa. Hann kemur frá Borussia Dortmund í Þýskalandi og kostar Villa tæplega fjóra milljarða íslenskra króna.

Enski boltinn

Ótrú­leg endur­koma heima­manna

Phil Foden skoraði tvívegis þegar Englandsmeistarar Manchester City komust 2-0 yfir gegn Brentford á útivelli. Lærisveinar Thomas Frank hafa hins vegar haft tak á liði Pep Guardiola undanfarin ár og tókst að jafna metin áður en leik lauk, niðurstaðan 2-2 jafntefli. 

Enski boltinn

James bjargaði heima­liðinu

Hinn meiðslahrjáði Reece James, fyrirliði Chelsea, kom sínum mönnum til bjargar á ögurstundu þegar Bournemouth virtist vera að sækja þrjú stig á Brúnna í leik liðanna í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Upp­gjörið: Kefla­vík - Grinda­vík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í há­spennu­leik

Grindavík heimsótti Keflavík í kvöld í grannaslag í Bónus deild kvenna í körfubolta. Leikurinn var gríðarlega jafn allan leikinn en útlit var fyrir að Grindavík væri að klára þennan leik þar sem þær voru sex stigum yfir með tvær mínútur eftir. Allt varð fyrir ekki því Keflavík setti þá tólf stig gegn engu frá Grindavík á þessum loka mínútum og unnu leikinn 88-82.

Körfubolti

Freyr gaf KSÍ tveggja sólar­hringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 

Fótbolti

„Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“

Körfu­knatt­leiks­deild Kefla­víkur greindi frá ráðningu Sigurðar Ingi­mundar­sonar og Jóns Halldórs Eðvalds­sonar í stöðu þjálfara kvenna­liðs félagsins í gær. Þessir miklu reynslu­boltar, sem eru með nokkra titla á milli sín og hafa báðir gert kvenna­lið Kefla­víkur að Ís­lands- og bikar­meisturum áður, voru hættir þjálfun en þegar að kallið kom frá félaginu þeirra gátu þeir ekki litið undan.

Körfubolti

Freyr stígur inn í fót­bolta­sjúkt sam­félag: „Hefur á­hrif á allan bæinn hvernig gengur“

Ólafur Örn Bjarna­son, fyrr­verandi leik­maður norska úr­vals­deildar­félagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanders­syni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norður­landanna þar sem að fylgst er gaum­gæfi­lega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tíma­bil hjá Brann.

Fótbolti

Utan vallar: Óróapúls óskast

Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót?

Handbolti