Sport

„Þetta er búið að vera dá­sam­legt upp á síð­kastið“

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila mikilvægan leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir fá Ungverja í heimsókn í undankeppni EM. Þetta er fyrsti leikur liðsins í keppninni og mótherjarnir eru helstu keppinautar íslensku strákanna um laust sæti á Eurobasket 2025.

Körfubolti

Endur­­­galt traustið með bombu innan vallar

Eftir mánuði þjakaða af litlum spila­tíma á sínu fyrsta tíma­bili í at­vinnu­mennsku, minnti hand­bolta­maðurinn Arnór Snær Óskars­son ræki­lega á sig í fyrsta leik sínum með Ís­lendinga­liði Gum­mers­bach á dögunum í þýsku úrvalsdeildinni.

Handbolti

Messi vippaði yfir meiddan mann

Lionel Messi var í sviðsljósinu þegar Inter Miami hóf nýja leiktíð í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta á því að vinna 2-0 sigur gegn Real Salt Lake í gærkvöld.

Fótbolti

Toto vill allt upp á borðið tengt rann­sókn á Horn­er

Toto Wolff, fram­kvæmda­stjóri For­múlu 1 liðs Mercedes, segir rann­sókn á á­sökunum á hendur Christian Horn­er, liðs­stjóra Red Bull Ra­cing, um meinta ó­við­eig­andi hegðun í garð kven­kyns starfs­manns liðsins, vera mál sem varðar For­múlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rann­sókninni.

Formúla 1

„Vantaði meiri ógnun“

Mikel Arteta sagði að lið hans Arsenal yrði að gera betur í seinni leiknum gegn Porto en Arsenal mátti sætta sig við 1-0 tap á útivelli í kvöld. Mark Porto kom í uppbótartíma.

Fótbolti