Sport

Southgate: Ég skil ekki afhverju þeir baula

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segist ekki átta sig á því hvers vegna stuðningsmenn bauluðu á Jordan Henderson í leik Englands gegn Ástralíu í gær en Henderson var fyrirliði Englands í leiknum.

Fótbolti

Stórar hug­­myndir – lítil sam­­skipti: „Veldur okkur áhyggjum“

Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal.

Fótbolti

Myndasyrpa úr leik Íslands gegn Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Lúxemborg í undankeppni EM 2024. Stórtíðindi leiksins urðu þau að Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í langan tíma og Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. 

Fótbolti

Ökuþór Aston Martin áminntur fyrir slæma hegðun

Forráðamenn FIA hafa gefið út skriflega yfirlýsingu um hegðun Lance Stroll í Katar kappakstrinum um síðustu helgi. Eftir að hafa mistekist að sækja stig úr keppninni kastaði ökuþórinn stýrinu sínu, svívirti fyrirmæli og virtist ýta þjálfara sínum.

Formúla 1

Ofurlaugardagur í Ljósleiðaradeildinni

Á morgun er ofurlaugardagur í Ljósleiðaradeildinni, en ofurlaugardagar fela í sér að heil umferð er spiluð á einum og sama deginum. Fyrsti leikur hefst kl. 17:00 og fer öll útsendingin fram í Arena, þar sem gestagangur verður hjá lýsendum kvöldsins.

Rafíþróttir

Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur

Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni.

Sport

Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 

Fótbolti

Elliði með ellefu og Gummersbach kleif upp fyrir Kiel

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur með 11 mörk í 37-31 sigri Gummersbach gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í næstefstu deild hömpuðu Bjarni Ófeigur og Sveinn Jóhannsson sigri með liðsfélögum sínum í Minden. 

Handbolti

FBI-maður sem yfir­heyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfja­eftir­liti UFC

Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfja­prófun bar­daga­kappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr sam­starfi sam­takanna við banda­ríska lyfja­eftir­litið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfir­heyrt Saddam Hussein, mun hafa yfir­um­sjón með þessu nýja lyfja­eftir­liti UFC.

Sport