Sport

Lofaði konunni að flytja ekki til Ís­lands

Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið.

Handbolti

Ho You Fat vill spila á­fram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“

„Ég vildi spila síðasta leikinn því hann var mjög mikilvægur fyrir liðið, og mig líka, þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Frakklands. Við byrjuðum tímabilið illa þannig að það var mikilvægt fyrir mig að enda á góðum nótum og það skiptir mig miklu máli að hafa skilað öðrum sigri áður en ég fer frá liðinu,“ sagði Steeve Ho You Fat, sem lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í 96-93 sigri gegn ÍR í kvöld. Hann vonar þó að þetta hafi ekki verið hans síðasti leikur á Íslandi.

Körfubolti

Þor­leifur: Þetta er á­kveðin skita

Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn.

Körfubolti

„Vissi hvað ég var að fara út í“

Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð.

Fótbolti