Innlent

31. löggjafarþingið sett

Alþingi verður sett í dag og fjárlagafrumvarp lagt fram, forseti Alþingis kosinn og kosið í helstu nefndir þingsins. Þingsetningin verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Að þessu loknu setur svo forseti Íslands Alþingi, 131. löggjafarþingið, og starfsaldursforseti, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, tekur við fundarstjórn og stjórnar kjöri forseta Alþingis. Síðan eru varaforsetar kosnir og kosið í fastanefndir þingsins og fleira. Að síðustu verður fjárlagafrumvarpi útbýtt um klukkan fjögur og er óhætt að segja að þess sé beðið með langmestri eftirvæntingu. Einnig má búast við að fylgst verði betur með ræðu forseta Íslands en oft áður enda fyrsti formlegi fundur hans og Alþingis frá því að hann neitaði að undirrita fjölmiðlafrumvarpið sem meirihluti Alþingis hafði samþykkt. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða á mánudagskvöld og fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á þriðjudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×