Innlent

RÚV í þágu almennings

Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Ríkisútvarpið sem almannaútvarp. Í tillögunni er vísað til Evrópuráðstilmæla frá 1996 um tryggt sjálfstæði almannaútvarps og lagt til að nefnd þingflokka, fræðimanna og fjölmiðlafólks athugi stöðu RÚV. Flutningsmenn telja stjórnarhætti RÚV ekki standast slíka skoðun; breyta verði starfsháttum hins pólitíska útvarpsráðs og því að einn ráðherranna velji útvarpsstjóra og þrjá framkvæmdastjóra að eigin vild. Fyrirkomulagið skapi hættu á að Ríkisútvarpið verði að "Ríkisstjórnarútvarpi".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×