Innlent

Launamunur upprættur á 2-3 árum?

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kannast við fréttir Fréttablaðsins undanfarið um allt að 30 prósenta mun á tekjum karla og kvenna hjá hinu opinbera. Hann kveðst hafa ákveðið að láta fara fram könnun í félagsmálaráðuneytinu á því hvort þar væri kerfislægur launamunur milli kynjanna og komist að raun um að svo var. Hann segir að í fæstum tilfellum hafi þetta verið meðvitað og kveðst hafa látið leiðrétta þennan mun. "Fyrir nokkrum vikum hélt ég fund með forstöðumönnum þar sem ég lagði áherslu á sömu vinni. Við ætlum að ljúka henni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ég að vonast til að menn geri alls staðar í ríkiskerfinu. Fari þetta skref fyrir skref. Þetta kostar auðvitað peninga og það hvernig við stöndum að leiðréttingum er eitthvað sem við verðum síðan að skoða," segir hann. Árni telur rétt að rannsaka hvers vegna munurinn sé og taka á því. Þetta sé spurning um forgangsröðun. Hann telur mögulegt að uppræta launamun kynjanna á næstu tveimur til þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×