Innlent

Ráðherra gagnrýnir sofandahátt

Íslendingar hafa meiri skilning á því að gerðar séu ráðstafanir vegna náttúruhamfara en hamfara af manna völdum, að mati Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Í ræðu hans á málþinginu "Rannsóknir í þágu þjóðaröryggis" í Norræna húsinu í gær kom fram að þetta gilti hvort heldur sem rætt væri um eflingu lögreglu eða hugmyndir um þátttöku í eigin landvörnum. "Spyrja má: Hvað þarf að gerast til að Íslendingar átti sig á gildi öryggisráðstafana gegn vá af mannavöldum? Hvernig á að skapa almennan skilning á því, að til slíkra ráðstafanir sé gripið, þótt ekki sé unnt að benda á óvin eða segja, hvenær hann muni láta til skarar skríða?" spurði Björn í ræðu sinni og benti á að greiðlega hefði gengið að fá fjármagn á Alþingi til rannsókna á hættunni á flóðöldu úr Mýrdals- eða Eyjafjallajökli, en "nokkur hvellur" hafi orðið vegna svipaðar fjárhæðar sem farið hafi í eflingu sérsveita lögreglunnar með það fyrir augum að styrkja öryggi lögreglumanna "og þar með hins almenna borgara."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×