Innlent

130 milljónir á kílómetra

Hver kílómetri sem sparast við að Kolgrafarfjörður á Snæfellsnesi hefur verið brúaður, kostar rúmar 128 milljónir króna. Brúin yfir fjörðin er talin mikil samgöngubót á nesinu og vera í raun forsenda þess að norðanvert Snæfellsnesið verði sameiginlegt atvinnusvæði. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra sem sjálfur er frá Stykkishólmi segir af og frá að þessu fé sé illa varið: "Þetta er stórkostleg samgöngubót". Sturla bendir að auki á að ef ekki hefði verið ráðist í þessa framkvæmd hefði þurft að verja fé í framkvæmdir annars staðar. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að með brúarlagningunni sé sneitt hjá veðravíti og hættulegum vegarkafla þar sem mörg slys hafi orðið og bendir á að ekki þyki tiltökumál að byggja samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu fyrir 3-4 miljarða."Af hverju má ekki eyða 900 milljónum í samgöngubætur úti á landi?" Hins vegar segir Kristinn ljóst að íbúar á utanverðu Snæfellsnesi muni áfram fara Fróðarheiðina til að fara suður, að minnsta kosti þegar veður leyfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×