Innlent

Þróunaraðstoð aukin

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra telur að loftslagsvæn tækni, ekki síst í orkumálum, geti átt stóran þátt í að draga úr veðurfarsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda af þeirra völdum. Þetta sagði hún á 10. aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna nú í vikunni. Umhverfisráðherra tilkynnti að Íslendingar hygðust auka þróunaraðstoð sína og að verulegum hluta þessarar aukningar yrði varið í að styðja framkvæmdir á sviði endurnýjanlegrar orku í smáeyjaríkjum. Hún nefndi einnig að Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hygðist færa út kvíarnar og halda þjálfunarnámskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á næstu fjórum árum. Hundruð milljóna manna eigi kost á að nýta sér hreina orku frá jarðhita víðsvegar í heiminum. Íslendingar hafi náð miklum árangri við nýtingu endurnýjanlegra orkulinda og vilji aðstoða önnur ríki við að nýta svipaðar auðlindir. Önnur tækni sem geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda sé nýting vetnis sem orkubera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×