Innlent

Sex prósenta hækkun

Á fundi bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum á fimmtudag var samþykkt að hækka far- og farmgjöld með Herjólfi um sex prósent. Andrés Sigmundsson, fulltrúi minnhluta bæjarstjórnar, segir að gefið hafi verið eftir til að fá eina ferju í viðbót. "Þetta er 15-20 milljóna króna aukaskattur á bæjarbúa. Ég er alveg brjálaður yfir þessu." Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir ekki sleppt og haldið. "Hér á árum áður þótti það ágætt að ferjan gekk hér einu sinni á dag, nú eru aðrar kröfur sem unga fólkið gerir til samgangna. Með þessu erum við fyrst og fremst að leiðrétta verðlagsbreytingar. Raunkostnaður nú er sá sami og fyrir tveimur árum síðan en á móti kemur fjölgun ferða og bættar samgöngur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×