Innlent

Kröfugerð ríkisins líklega kærð

"Þetta kemur mér á óvart í ljósi hæstaréttardómsins sem féll í haust," segir Rúnar Þórarinsson, oddviti sveitarstjórnar í Öxarfjarðarhreppi, um kröfugerð ríkisins um þjóðlendur á Norðausturlandi. Rúnar vísar til dóms Hæstaréttar, sem úrskurðaði í haust að jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna skyldu halda jörðum sínum óskertum en afréttir sem þeir gerðu kröfu til skyldi verða að þjóðlendum. Þetta var fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og töldu menn að hann gæti haft fordæmisgildi allt í kringum landið og skýrt eignarrétt á jörðum. Rúnar býst við því að krafa ríkisins verði kærð en bendir á að það standi fyrst og fremst á landeigendum að kæra en ekki sveitarfélögum. "Við munum hins vegar veita þeim alla þá aðstoð sem við getum og höfum til dæmis kynnt okkur þá málsmeðferð sem aðrir hafa farið í gegnum í sambærilegum málum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×