Bændur saka ríkið um yfirgang 21. desember 2004 00:01 Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Sjá meira