Innlent

Vill samskipti í formi samninga

Heilbrigðisráðherra kveðst vilja hafa samskipti ráðuneytisins og SÁÁ í formi samninga og vísar til þjónustusamnings sem er í gildi nú. Hann segir að vilji menn endurskoða þann samning þá þurfi þeir að sækja formlega um það samkvæmt ákvæðum hans. Engin slík umsókn hafi borist frá SÁÁ. "Þó að menn taki upp viðræður um þann samning sem í gildi er, þá er ekki víst að menn séu með fjármuni í höndunum," segir hann og bendir á að til SÁÁ renni nú um 500 milljónir króna á ári. Þá fái samtökin til viðbótar 7,7 milljónir króna á næsta ári til að koma til móts við lyfjakostnað til viðhaldsmeðferðar ópíumfíkla. Spurður hvort þessi þróun væri samkvæmt markmiðum heilbrigðisáætlunar Alþingis til ársins 2010 þar sem kveðið væri á um aukið aðgengi að meðferðarúrræðum fíkla og áfengissjúkra og jafnframt því markmiði að dregið verði úr neyslu áfengis og vímuefna sagði ráðherra afleitt ef skera þyrfti niður þjónustuna. Hins vegar væru fleiri stofnanir sem veittu slíka þjónustu og mætti benda á ummæli forstöðumanns Barnaverndarstofu, sem teldi sína stofnanir geta bætt við sig þjónustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×