Innlent

Fagna yfirlýsingu ráðherra

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands fagnar yfirlýsingu heilbrigðisráherra sem fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær um að markmið ráðuneytisins væri að auka notkun viðtalsmeðferðar vegna þunglyndis. Ummælin voru í tengslum við frétt um versnandi geðheilsu Íslending og aukna notkun þunglyndislyfja. Á sama tíma lýsir stjórnin yfir undrun sinni á því að ráðherra skuli ekki fylgja orðum sínum eftir með samningum við sálfræðinga um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar í sálfræðiviðtölum. Í stað þess hyggst ráherra ná markmiðum sínum með auknu framlagi til sérfræðinga á sviði geðlækninga. Stjórnin átelur ráðherrann harðlega fyrir þessi vinnubrögð og skorar á ráðherrann að bregðast af ábyrgð og fagmennsku við auknum vanda vegna versnandi geðheilsu Íslendinga og leyfa fólki að velja milli lyfjameðferðar og viðtalsmeðferðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×