Innlent

Hlýtur að vera handvömm

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segist engar skýringar geta gefið á því hvers vegna fréttatilkynning ráðuneytisins um meintan sinnepsgassfrund íslenskra sérfræðinga í Írak í byrjun ársins var fjarlægð af heimasíðu ráðuneytisins: "Enginn í ráðuneytinu kannast við að hafa látið gera þetta. Þetta hlýtur að vera einhver handvömm." Tilkynningin hefur nú verið sett inn á heimasíðuna á ný. Gunnar Snorri segir enga ástæðu hafa verið til að gefa út aðra fréttatilkynningu til að leiðrétta þá fyrri: "Þetta var ekki jafnmikil frétt og menn hugðu en það var ekkert rangt í tilkynningunni." Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði hins vegar um atburðinn: "Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð," sagði Halldór. "Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli." Í ljós kom að hér var ekki um sinnepsgas að ræða. Gereyðingarvopn hafa ekki fundist í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×