Innlent

Gamalmenni í peysufötum

Árið 2004 var ekki ár nýliða í íslenskum stjórnmálum: "Athyglisverðustu nýliðarnir í pólitík eru kannski öll þessi kinnarjóðu, gagnrýnislausu, bústnu gamalmenni úr öllum flokkum sem hafa sest á þing, í peysufötunum sínum, í krafti þess að þau séu fulltrúar ungu kynslóðarinnar", segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Guðmundur Steingrímsson segir Bjarna Benediktsson hafa komið sterkan inn, einn nefnir Birgi Ármansson, annar Birki Jón Jónsson, og sá þriðji Illuga Gunnarsson: "Hvort tveggja sjónvarpsmaður og eiginlegur utanríkisráðherra landsins." Stefán Jón segir :"Það er athyglisverðast hve margir þeirra hafa elst fljótt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×