Innlent

Samningur um þjónustu við fatlaða

Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Þengill Oddsson, formaður stjórnar Skálatúnsheimilisins, undirrituðu í dag samning um þjónustu Skálatúns við fatlaða. Árlegar greiðslur félagsmálaráðuneytisins til Skálatúns vegna samningsins nema 255 milljónum króna. Starfsemi fyrir fatlaða hefur verið rekin á Skálatúni um árabil. Allt frá árinu 1982 hefur Skálatún fengið framlög á fjárlögum frá félagsmálaráðuneyti en til þessa hefur ekki verið gerður formlegur samningur um þjónustu heimilisins við fatlaða og greiðslur ríkisins fyrir hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×