Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði 10. janúar 2005 00:01 Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira