Miltisbrandur undir Hlemmi 13. október 2005 15:20 Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira