Marktækt að spyrja um stuðning 12. janúar 2005 00:01 Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira
Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira