Innlent

Staða eldra starfsfólks styrkt

Nefndin hefur fjallað um stöðu ofangreindra aldurshópa á vinnumarkaði og sett fram tillögur um hvernig styrkja megi stöðu þeirra og hvernig opinberir aðilar geti brugðist við. Nefndin er sammála um að aðgerða sé þörf í þessum efnum. Tryggja þurfi að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum, auk þess sem athygli verði vakin á verkefninu. Því verði sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um þessa aldurshópa á vinnumarkaði, bæta ímynd þeirra og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal aðila vinnumarkaðarins og þjóðfélagsins í heild. Nefndin leggur til að fimm ára verkefnið hefjist með skipun sjö manna verkefnisstjórnar, sem komi nauðsynlegum ábendingum á framfæri við félagsmálaráðherra og vinni sérstaklega að fræðslustarfi, rannsóknum og áhrifum á viðhorf til miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×