Ríkisstjórnin skilur aldraða eftir 11. mars 2005 00:01 Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun