Íbúðarlánasjóður í tilvistarkreppu 14. júlí 2005 00:01 Svo virðist sem Íbúðalánasjóður reyni að finna sér stað á íslenskum lánamarkaði eftir að viðskiptabankarnir og svo sparisjóðirnir hófu síðasta haust að lána almenningi til íbúðakaupa á lægri vöxtum en áður þekktist. Vandi sjóðsins síðan hefur einkum stafað af tvennu; annars vegar má hann ekki lána hærri upphæð en 15,9 milljónir króna, sem nægir þorra íbúðarkaupenda ekki. Hins vegar þarf hann að ávaxta peninga sem streyma inn vegna uppgreiðslna eldri lána. Ef ekki er hægt að endurgreiða lán, sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til að lána íbúðarkaupendum, þarf að lána þá peninga aftur á vöxtum sem eru hærri en vextir sem sjóðurinn þarf sjálfur að greiða vegna lánsins.Lánar 80 milljarða króna Íbúðalánasjóður hefur mætt síðastnefnda atriðinu með því að lána sparisjóðum og bönkum um áttatíu milljarða króna, sem stjórnendur segja að beri ásættanlega vexti. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar gefið í skyn að svo sé ekki og eigið fé sjóðsins að étast upp. Settu starfsmenn SA fram þá skoðun í pistli á vefsíðu samtakanna í síðustu viku að tap Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslna eldri lána geti numið allt að fimmtán milljörðum króna frá síðasta hausti. Það sé ríflega tveimur milljörðum meira en allt eigið fé sjóðsins var í árslok 2004. SA telja að það samræmist tæpast starfsheimildum Íbúðalánasjóðs að "lána fjármálafyrirtækjum yfir áttatíu milljarða með ríkisábyrgð". Nánast sé öruggt að sjóðurinn muni tapa á þeim lánum. "SA ítreka að markaðsvæðing íbúðalána er eðlileg staðreynd sem ber að viðurkenna og að Íbúðalánasjóður á einkum að gegna félagslegu hlutverki. Mikilvægt er að brugðist verði við þeirri alvarlegu stöðu sem Íbúðalánasjóður er kominn í," segir á heimasíðu samtakanna. Árni Páll Árnason sagði í lögfræðiáliti að ef Íbúðalánasjóður myndi afla fjár á fjármálamörkuðum með ríkisábyrgð og endurlána það bönkum eða fyrirtækjum myndi sjóðurinn brjóta ákvæði EES-samningsins. Slíkt myndi fela í sér ólögmætan ríkisstyrk við viðkomandi banka eða fyrirtæki. Á hinn bóginn væri það ljóst að Íbúðalánasjóður yrði að ástunda virka áhættustýringu með sama hætti og önnur fjármálafyrirtæki. Þar ætti ekki að gilda önnur viðmið um sjóðinn en aðrar fjármálastofnanir.Fráleitt að um ríkisábyrgð sé að ræða Árni segir fráleitt að halda því fram að lán Íbúaðlánasjóðs til sparisjóða og banka í gegnum svokallaða lánasamninga feli í sér lán með ríkisábyrgð. Ef Íbúðalánasjóður hefði aflað sér peninganna með skuldabréfaútboði og lánað sparisjóðunum væri um lán með ríkisábyrgð að ræða. Ef Íbúðalánasjóður lánar öðrum fjármálastofnunum hins vegar peninga vegna uppgreiðslna íbúðaeigenda á eldri lánum er ekki verið að lána fé með ríkisábyrgð. Árni Páll útskýrir þessa afstöðu sína þannig: Þegar um uppgreiðslur er að ræða hefur lántaki, sem fékk lán sem var fjármagnað með ríkisábyrgð, kosið að greiða lánið upp hraðar en upphaflega var áætlað. Sjóðurinn þarf að ávaxta það fé þar til kemur að gjalddaga þeirra skuldabréfa sem að baki láninu standa. Það er því ótvírætt, að mati Árna, að ávöxtun uppgreiðslufjár í áhættustýringarskyni, eins og lán til bankanna, felur ekki í sér lán með ríkisábyrgð til viðkomandi banka.Stjórnendur fara að lögum Árni segir að samkvæmt lögum hvíli á Íbúðalánasjóði skýr lagaskylda til að varðveita og ávaxta það fé sem hann hefur umsjón með og halda jafnvægi milli inn- og útgreiðslna sjóðsins. Æskilegt sé að nýta uppgreiðslu íbúðalána til að endurgreiða lán sem Íbúðalánasjóður hafi tekið og til nýrra útlána, ef kostur sé. Hins vegar ef uppgreiðslur séu meiri en svo að sjóðurinn geti ráðstafað þeim í þessa veru þá hljóti sjóðurinn í samræmi við lagaskyldur sínar að þurfa að leita eins góðrar ávöxtunar og kostur er fyrir það fé og forðast misvægi milli líftíma eigna og skulda. Að öðrum kosti séu stjórnendur sjóðsins ekki að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvíli. Lögfræðiálit Árna kemur í kjölfarið á því að Samtök atvinnulífsins settu fram gagnrýni á sjóðinn. Haldið var fram í fréttabréfi samtakanna að áætla mætti að Íbúðalánasjóður hefði tapað fimmtán milljörðum króna vegna uppgreiðslna eldri lána. Í stuttu máli má segja að Samtök atvinnulífsins hafi sett fram þá skoðun að Íbúðalánasjóður geti tæpast lánað peninga með ásættanlegum vöxtum fyrir sjóðinn miðað við hvað hann þarf að borga til að fá sömu peninga lánaða. Lítill hluti greinarinnar var um hvort Íbúðalánasjóði væri heimilt að lána áttatíu milljarða til sparisjóða. Var sagt að það samræmdist tæpast starfsheimildum sjóðsins, að lána háar fjárhæðir með ríkisábyrgð.Forsendur SA rangar Í svari Íbúðalánasjóðs segir að Samtök atvinnulífsins noti rangar forsendur við þessa útreikninga. Starfsmenn samtakanna hafi ekki kynnt sér göng um sjóðinn til hlýtar. Sem dæmi noti SA rangar vaxtaforsendur bæði hvað varðar meðalútlánavexti Íbúðalánasjóðs en einnig hvað varði þá vexti sem sjóðurinn fái þegar hann endurfjárfestir fyrir peningana sem koma inn vegna uppgreiðslna lána. Þá segir einnig að Samtök atvinnulífsins taki ekki tillit til þess að hægt sé að mæta hluta uppgreiðslna með því að greiða upp óhagstæðar skuldir. Í svari SA segir að viðbrögð starfsmanna Íbúðalánasjóðs við málefnalegri umræðu SA um stöðu sjóðsins hafi einkennst af skætingi. Niðurstöður SA byggi á varfærnum forsendum sem skýrt komi fram í greinargerðinni og það hafi engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á þær. Sú útvíkkun á starfsemi Íbúðalánasjóðs og stóraukin notkun ríkisábyrgðar sem hún feli í sér geti vart verið í samræmi við stefnu stjórnvalda um þátttöku ríkisins í atvinnulífinu og ábyrga stjórn ríkisfjármála. Samtökin segjast fagna þess vegna fréttum um að staða sjóðsins sé til skoðunar hjá ráðuneytum fjármála og félagsmála, fjármálaeftirlitinu og fleiri aðilum.Björgvin Guðmundsson -bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem Íbúðalánasjóður reyni að finna sér stað á íslenskum lánamarkaði eftir að viðskiptabankarnir og svo sparisjóðirnir hófu síðasta haust að lána almenningi til íbúðakaupa á lægri vöxtum en áður þekktist. Vandi sjóðsins síðan hefur einkum stafað af tvennu; annars vegar má hann ekki lána hærri upphæð en 15,9 milljónir króna, sem nægir þorra íbúðarkaupenda ekki. Hins vegar þarf hann að ávaxta peninga sem streyma inn vegna uppgreiðslna eldri lána. Ef ekki er hægt að endurgreiða lán, sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til að lána íbúðarkaupendum, þarf að lána þá peninga aftur á vöxtum sem eru hærri en vextir sem sjóðurinn þarf sjálfur að greiða vegna lánsins.Lánar 80 milljarða króna Íbúðalánasjóður hefur mætt síðastnefnda atriðinu með því að lána sparisjóðum og bönkum um áttatíu milljarða króna, sem stjórnendur segja að beri ásættanlega vexti. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar gefið í skyn að svo sé ekki og eigið fé sjóðsins að étast upp. Settu starfsmenn SA fram þá skoðun í pistli á vefsíðu samtakanna í síðustu viku að tap Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslna eldri lána geti numið allt að fimmtán milljörðum króna frá síðasta hausti. Það sé ríflega tveimur milljörðum meira en allt eigið fé sjóðsins var í árslok 2004. SA telja að það samræmist tæpast starfsheimildum Íbúðalánasjóðs að "lána fjármálafyrirtækjum yfir áttatíu milljarða með ríkisábyrgð". Nánast sé öruggt að sjóðurinn muni tapa á þeim lánum. "SA ítreka að markaðsvæðing íbúðalána er eðlileg staðreynd sem ber að viðurkenna og að Íbúðalánasjóður á einkum að gegna félagslegu hlutverki. Mikilvægt er að brugðist verði við þeirri alvarlegu stöðu sem Íbúðalánasjóður er kominn í," segir á heimasíðu samtakanna. Árni Páll Árnason sagði í lögfræðiáliti að ef Íbúðalánasjóður myndi afla fjár á fjármálamörkuðum með ríkisábyrgð og endurlána það bönkum eða fyrirtækjum myndi sjóðurinn brjóta ákvæði EES-samningsins. Slíkt myndi fela í sér ólögmætan ríkisstyrk við viðkomandi banka eða fyrirtæki. Á hinn bóginn væri það ljóst að Íbúðalánasjóður yrði að ástunda virka áhættustýringu með sama hætti og önnur fjármálafyrirtæki. Þar ætti ekki að gilda önnur viðmið um sjóðinn en aðrar fjármálastofnanir.Fráleitt að um ríkisábyrgð sé að ræða Árni segir fráleitt að halda því fram að lán Íbúaðlánasjóðs til sparisjóða og banka í gegnum svokallaða lánasamninga feli í sér lán með ríkisábyrgð. Ef Íbúðalánasjóður hefði aflað sér peninganna með skuldabréfaútboði og lánað sparisjóðunum væri um lán með ríkisábyrgð að ræða. Ef Íbúðalánasjóður lánar öðrum fjármálastofnunum hins vegar peninga vegna uppgreiðslna íbúðaeigenda á eldri lánum er ekki verið að lána fé með ríkisábyrgð. Árni Páll útskýrir þessa afstöðu sína þannig: Þegar um uppgreiðslur er að ræða hefur lántaki, sem fékk lán sem var fjármagnað með ríkisábyrgð, kosið að greiða lánið upp hraðar en upphaflega var áætlað. Sjóðurinn þarf að ávaxta það fé þar til kemur að gjalddaga þeirra skuldabréfa sem að baki láninu standa. Það er því ótvírætt, að mati Árna, að ávöxtun uppgreiðslufjár í áhættustýringarskyni, eins og lán til bankanna, felur ekki í sér lán með ríkisábyrgð til viðkomandi banka.Stjórnendur fara að lögum Árni segir að samkvæmt lögum hvíli á Íbúðalánasjóði skýr lagaskylda til að varðveita og ávaxta það fé sem hann hefur umsjón með og halda jafnvægi milli inn- og útgreiðslna sjóðsins. Æskilegt sé að nýta uppgreiðslu íbúðalána til að endurgreiða lán sem Íbúðalánasjóður hafi tekið og til nýrra útlána, ef kostur sé. Hins vegar ef uppgreiðslur séu meiri en svo að sjóðurinn geti ráðstafað þeim í þessa veru þá hljóti sjóðurinn í samræmi við lagaskyldur sínar að þurfa að leita eins góðrar ávöxtunar og kostur er fyrir það fé og forðast misvægi milli líftíma eigna og skulda. Að öðrum kosti séu stjórnendur sjóðsins ekki að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvíli. Lögfræðiálit Árna kemur í kjölfarið á því að Samtök atvinnulífsins settu fram gagnrýni á sjóðinn. Haldið var fram í fréttabréfi samtakanna að áætla mætti að Íbúðalánasjóður hefði tapað fimmtán milljörðum króna vegna uppgreiðslna eldri lána. Í stuttu máli má segja að Samtök atvinnulífsins hafi sett fram þá skoðun að Íbúðalánasjóður geti tæpast lánað peninga með ásættanlegum vöxtum fyrir sjóðinn miðað við hvað hann þarf að borga til að fá sömu peninga lánaða. Lítill hluti greinarinnar var um hvort Íbúðalánasjóði væri heimilt að lána áttatíu milljarða til sparisjóða. Var sagt að það samræmdist tæpast starfsheimildum sjóðsins, að lána háar fjárhæðir með ríkisábyrgð.Forsendur SA rangar Í svari Íbúðalánasjóðs segir að Samtök atvinnulífsins noti rangar forsendur við þessa útreikninga. Starfsmenn samtakanna hafi ekki kynnt sér göng um sjóðinn til hlýtar. Sem dæmi noti SA rangar vaxtaforsendur bæði hvað varðar meðalútlánavexti Íbúðalánasjóðs en einnig hvað varði þá vexti sem sjóðurinn fái þegar hann endurfjárfestir fyrir peningana sem koma inn vegna uppgreiðslna lána. Þá segir einnig að Samtök atvinnulífsins taki ekki tillit til þess að hægt sé að mæta hluta uppgreiðslna með því að greiða upp óhagstæðar skuldir. Í svari SA segir að viðbrögð starfsmanna Íbúðalánasjóðs við málefnalegri umræðu SA um stöðu sjóðsins hafi einkennst af skætingi. Niðurstöður SA byggi á varfærnum forsendum sem skýrt komi fram í greinargerðinni og það hafi engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á þær. Sú útvíkkun á starfsemi Íbúðalánasjóðs og stóraukin notkun ríkisábyrgðar sem hún feli í sér geti vart verið í samræmi við stefnu stjórnvalda um þátttöku ríkisins í atvinnulífinu og ábyrga stjórn ríkisfjármála. Samtökin segjast fagna þess vegna fréttum um að staða sjóðsins sé til skoðunar hjá ráðuneytum fjármála og félagsmála, fjármálaeftirlitinu og fleiri aðilum.Björgvin Guðmundsson -bjorgvin@frettabladid.is
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun