Sala Símans Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2005 00:01 "Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
"Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun