Okrað á skólavörum 22. ágúst 2005 00:01 Skólavörur - Eva Ólafsdóttir Hvernig má það vera að í landi þar sem er almenn skólaskylda, sé ekkert þak á álagningu á skólavörur? Ritfangaverslanir og aðrar búðir sem selja skóladót, okra á því eins mikið og þeim þóknast og mokgræða fyrir vikið. Ég man að í fyrra eyddi ég 15.000 kalli í ritföng fyrir tvær dætur mínar, og það voru bara blöð, stílabækur og skriffæri sem þær vantaði upp á, af því þær voru að koma inn í skólann á miðjum vetri. Í alvöru talað, hvað haldið þið að blýantur kosti í framleiðslu? Eða nokkur lausblöð eða plastmappa? Nú er yngsta dóttir mín að byrja í skólanum og þurfti auðvitað að fá sína skólatösku og tilheyrandi. Bara taskan kostaði yfir 8000. Af því að ég vildi almennilega tösku með góðu baki og axlarólum, en allt undir þessu verði voru bara einhverjar pokatuðrur. Bara pennaveskið (sem reyndar innihélt liti, blýanta o.s.frv.) kostaði 2000 kall! Og það var sko ekki það dýrasta. Og enn er blaða- og stílabókadótið ótalið. Þetta stefnir þessvegna hátt í 20. þúsundið fyrir eina sex ára skottu sem er að byrja í skóla. Ofan á það bætist svo úlpa, skór, húfur, vettlingar o.s.frv. (Eins gott að fara að taka fram prjónana). Það þarf klárlega að setja þak (og það lágt) á álagningu á þessar vörur sem við komumst ekki hjá að kaupa á hverjum vetri. Þetta ástand er löngu komið út úr öllu korti og tími kominn til að við hættum að gleypa það sem að okkur er rétt, án þess að hugsa um það tvisvar. Eða í mesta lagi dæsa þegar plastkortið er dregið fram við kassann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skólavörur - Eva Ólafsdóttir Hvernig má það vera að í landi þar sem er almenn skólaskylda, sé ekkert þak á álagningu á skólavörur? Ritfangaverslanir og aðrar búðir sem selja skóladót, okra á því eins mikið og þeim þóknast og mokgræða fyrir vikið. Ég man að í fyrra eyddi ég 15.000 kalli í ritföng fyrir tvær dætur mínar, og það voru bara blöð, stílabækur og skriffæri sem þær vantaði upp á, af því þær voru að koma inn í skólann á miðjum vetri. Í alvöru talað, hvað haldið þið að blýantur kosti í framleiðslu? Eða nokkur lausblöð eða plastmappa? Nú er yngsta dóttir mín að byrja í skólanum og þurfti auðvitað að fá sína skólatösku og tilheyrandi. Bara taskan kostaði yfir 8000. Af því að ég vildi almennilega tösku með góðu baki og axlarólum, en allt undir þessu verði voru bara einhverjar pokatuðrur. Bara pennaveskið (sem reyndar innihélt liti, blýanta o.s.frv.) kostaði 2000 kall! Og það var sko ekki það dýrasta. Og enn er blaða- og stílabókadótið ótalið. Þetta stefnir þessvegna hátt í 20. þúsundið fyrir eina sex ára skottu sem er að byrja í skóla. Ofan á það bætist svo úlpa, skór, húfur, vettlingar o.s.frv. (Eins gott að fara að taka fram prjónana). Það þarf klárlega að setja þak (og það lágt) á álagningu á þessar vörur sem við komumst ekki hjá að kaupa á hverjum vetri. Þetta ástand er löngu komið út úr öllu korti og tími kominn til að við hættum að gleypa það sem að okkur er rétt, án þess að hugsa um það tvisvar. Eða í mesta lagi dæsa þegar plastkortið er dregið fram við kassann.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar