Innlent

Hugað verði að Vesturlandsvegi

Ekki verður farið í að tvöfalda um eins kílómetra langan kafla af Vesturlandsvegi frá Skarhólabraut að Langatanga í Mosfellsbæ fyrr en eftir þrjú til fjögur ár vegna fjárskorts. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar er mjög ósátt við þetta og finnst með ólíkindum að þessi fjölfarni vegur skuli sitja á hakanum þegar verið er að útdeilda fjármagni vegna sölu Símans. Vegagerðin hefur boðið Mosfellsbæ þá málamiðlun að leiðin til suðurs verði tvöfölduð á haustdögum en segir að meira sé ekki hægt að gera. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir tvöföldun í aðra áttina bót í máli. Það dugi hins vegar ekki og hún telji að að tvöföldun í báðar áttir ætti að vera í forgangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×