Innlent

Stjórnarmyndunarviðræður hafnar

Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi eru hafnar og telja má næsta víst að Verkamannaflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn myndi saman næstu ríkisstjórn enda gengu þessir þrír flokkar að því leytinu bundnir til kosninga að þeir gáfu það út í baráttunni að þeir stefndu að því að starfa saman. Engu að síður gæti flokkunum reynst erfitt að ná saman um ákveðin mál þar sem þeir eru á öndverðum meiði. Má þar nefna helst að bæði Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn vilja að Noregur standi utan Evrópusambandsins á meðan Verkamannaflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild. Líklegt er talið að það mál sitji því á hakanum út kjörtímabilið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×