Innlent

Höfuðborg án skuldbindinga

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flestir borgarfulltrúar í Reykjavík álíti að borgin sé höfuðborg án skuldbindinga. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem hann skrifar á heimasíðu sinni. Hann segir engu líkara en borgarfulltrúarnir líti svo á að borgin hafi engar skyldur við landsbyggðina, og bætir svo við að það séu aðeins borgarfulltrúar framsóknarmanna sem halda haus í málinu endalausa, staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. ?Nú er landið í Vatnsmýrinni orðið svo verðmætt að braskarnir (svo) vilja komast í það og græða. Ætla má að verðmætið nemi tugum milljarða króna. Það mátti sjá í Kópavogi við síðustu lóðaúthlutun að miklir peningar eru í lóðunum einum og sér. Þar nemur gróði þeirra sem fengu úthlutað lóð líklega eitthvað á annan milljarð króna, sem hægt er að innleysa síðar. Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir því að menn vilja flugvöllinn burt,? segir Kristinn meðal annars í pistlinum. Pistill Kristins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×