Innlent

Fagnar niðurstöðu könnunar

Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni betur en Gísla Marteini Baldurssyni til að gegna starfi borgarstjóra ef marka má nýlega skoðanakönnun Gallups. Gísli Marteinn fagnar niðurstöðunni og segir hana m.a. sýna að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann sem andstæðing sinn. Könnunin var gerð af IMG Gallup fyrir einkafyrirtæki. 1200 Reykvíkingar á aldrinum 18 til 85 ára, sem valdir voru af handahófi, voru spurðir. 57 prósent treystu Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, núverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vel en 42,3 prósent treystu Gísla Marteini Baldurssyni vel. 38,7 prósent treystu Gísla Marteini illa á móti 22,8 prósentum sem sögðust treysta Vilhjálmi illa. Svarhlutfall var 50 prósent Gísli Marteinn segist fagna þessari könnun ótvírætt í ljósi þess að sjálfstæðismenn vilji að hann leiði listann í næstu kosningum en vinstrimenn virðist vera alfarið á móti því að hann verði andstæðingur þeirra. Eins og hann sé ánægður með að sjálfstæðismenn vilji að hann verði oddviti þeirra sé hann enn ánægðari með að vinstrimenn skuli alls ekki vilja að hann verði andstæðingur þeirra í næstu kosningum. Hann taki því sem hrósi. Í sömu könnun vildu 52 prósent sjálfstæðismanna í Reykjavík sjá Gísla Martein Baldursson skipa fyrsta sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum og 48 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×