Talar við leiðtoga allra flokka 17. október 2005 23:43 Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín. Fréttaskýrendur eru sammála um að mestar líkur séu á samsteypustjórn stóru flokkanna, kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, undir forystu Gerhards Schröders. Það þarf þó væntanlega flóknar viðræður til að samningar takist þeirra á milli, t.d. um hvort þeirra verður kanslari. Bæði hafa lýst yfir sigri og gert tilkall til embættisins. Merkel segir stjórnarflokkana hafa tapað í gærkvöldi sem er vissulega rétt því þeir misstu meirihlutann á þingi og geta ekki myndað stjórn aftur einir. Schröder bendir á að niðurstaðan sé ekki jafn slæm og búist hafi verið við; að kristilegir demókratar hafi líka tapað fylgi. Þeir geti ekki myndað stjórn með frjálslyndum eins og þeir hafi viljað. Samsteypustjórn flokkanna er hugsanleg undir Schröder, þrátt fyrir þessar yfirlýsingar. Talið er líklegt að Merkel verði kennt um að flokknum gekk ekki betur en raun ber vitni og að henni verði skipt út í hvelli, enda er ljóst að hún stóð ekki undir væntingum. Eftirmaðurinn gæti þá sætt sig við að vera varakanslari Schröders. Fyrir utan digurbarkalegar yfirlýsingar í ræðupúltum má segja að stjórnmálamennirnir hérna í Þýskalandi séu upp til hópa kjaftstopp. Þeir geta ekki útskýrt skilaboðin frá kjósendum sem virðast þó á margan hátt skýr, í það minnsta fyrir þá sem ræddu við kjósendur fyrir kosningarnar. Fólk hér vildi breytingar en hafði ekki trú á að þær yrðu neinar þó að Merkel yrði kanslari. Flestir voru samkvæmt könnunum á því að hvorugur stóri flokkurinn hefði öll svörin við vandamálum landsins og í ljósi þess er ekki erfitt að geta sér til um hvaða skilaboð kjósendur voru að senda í gær. Þau voru að lýsa frati á stjórnmál og stjórnmálamenn sem hafa nú á annan áratug glímt við atvinnuleysi og efnahagsstöðnun án þess að koma með lausnir sem einhverju hafa breytt. Litlu flokkarnir fengu góða kosningu sem undirstrikar hugsanlega enn frekar vilja þjóðarinnar til að sjá breytingar. Frjálslyndir fengu betra fylgi en áratugum saman, Vinstri flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk fjórðung atkvæða í Austur-Þýskalandi og græningjar töpuðu aðeins hálfu prósentustigi. Næstu skrefa er að vænta á næstu stundunum. Staðan er svo undarleg nú að enginn veit með vissu hver ætti að fá stjórnarmyndunarumboð. Stjórnmálaskýrendur hér segja að það gæti tekið margar vikur að leysa þann vanda sem kosninganiðurstöðurnar eru. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Sjá meira
Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín. Fréttaskýrendur eru sammála um að mestar líkur séu á samsteypustjórn stóru flokkanna, kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, undir forystu Gerhards Schröders. Það þarf þó væntanlega flóknar viðræður til að samningar takist þeirra á milli, t.d. um hvort þeirra verður kanslari. Bæði hafa lýst yfir sigri og gert tilkall til embættisins. Merkel segir stjórnarflokkana hafa tapað í gærkvöldi sem er vissulega rétt því þeir misstu meirihlutann á þingi og geta ekki myndað stjórn aftur einir. Schröder bendir á að niðurstaðan sé ekki jafn slæm og búist hafi verið við; að kristilegir demókratar hafi líka tapað fylgi. Þeir geti ekki myndað stjórn með frjálslyndum eins og þeir hafi viljað. Samsteypustjórn flokkanna er hugsanleg undir Schröder, þrátt fyrir þessar yfirlýsingar. Talið er líklegt að Merkel verði kennt um að flokknum gekk ekki betur en raun ber vitni og að henni verði skipt út í hvelli, enda er ljóst að hún stóð ekki undir væntingum. Eftirmaðurinn gæti þá sætt sig við að vera varakanslari Schröders. Fyrir utan digurbarkalegar yfirlýsingar í ræðupúltum má segja að stjórnmálamennirnir hérna í Þýskalandi séu upp til hópa kjaftstopp. Þeir geta ekki útskýrt skilaboðin frá kjósendum sem virðast þó á margan hátt skýr, í það minnsta fyrir þá sem ræddu við kjósendur fyrir kosningarnar. Fólk hér vildi breytingar en hafði ekki trú á að þær yrðu neinar þó að Merkel yrði kanslari. Flestir voru samkvæmt könnunum á því að hvorugur stóri flokkurinn hefði öll svörin við vandamálum landsins og í ljósi þess er ekki erfitt að geta sér til um hvaða skilaboð kjósendur voru að senda í gær. Þau voru að lýsa frati á stjórnmál og stjórnmálamenn sem hafa nú á annan áratug glímt við atvinnuleysi og efnahagsstöðnun án þess að koma með lausnir sem einhverju hafa breytt. Litlu flokkarnir fengu góða kosningu sem undirstrikar hugsanlega enn frekar vilja þjóðarinnar til að sjá breytingar. Frjálslyndir fengu betra fylgi en áratugum saman, Vinstri flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk fjórðung atkvæða í Austur-Þýskalandi og græningjar töpuðu aðeins hálfu prósentustigi. Næstu skrefa er að vænta á næstu stundunum. Staðan er svo undarleg nú að enginn veit með vissu hver ætti að fá stjórnarmyndunarumboð. Stjórnmálaskýrendur hér segja að það gæti tekið margar vikur að leysa þann vanda sem kosninganiðurstöðurnar eru.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Sjá meira