Innlent

Vilja skuldbundna friðhelgi

Norður-Kóreumenn eru nú sagðir vilja hverfa frá áformum sínum um kjarnorkutilraunir og leyfa eftirlitsferðir alþjóðlegra eftirlitsmanna, fái þeir í staðinn vilyrði um vernd og fjárhagslegan stuðning Kínverja og Bandaríkjamanna. Sáttaumleitanir um kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu hafa nú staðið yfir í Peking og eru Bandaríkjamenn sagðir vilja skuldbinda friðhelgi við stjórnina í Pyongyang og jafnvel hlýða á kröfur þeirra um nýtingu kjarnorku í friðsamlegum tilgangi, falli þeir frá vopnaáætlunum. Því gæti séð fyrir endann á miklum erfiðleikum í samskiptum ríkjanna sem hefur verið viðvarandi síðastliðin þrjú ár. Bush-stjórnin gaf það út að til greina kæmi að frysta eignir Norður-Kóreu erlendis og grípa til refsiaðgerða, sæist enginn árangur af viðræðunum nú. Þjóðirnar sex sem sitja við sáttaborðið munu hittast til áframhaldandi viðræðna í nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×