Innlent

Sneru bökum saman í flugvallarmáli

R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn sneru bökum saman á borgarstjórnarfundi í gær og kolfelldu tillögu F - listafulltrúans Ólafs F. Magnússonar um að tryggja áframhald innanlands- og sjúkraflugs á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur að ekki komi til greina að flytja starfssemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Ólafur segist túlka þessa afstöðu Sjálfstæðisflokksins í málinu svo að flokkurinn hafi alveg kúvent í málinu þar sem hann hafi til þessa verið fylgjandi flugstarfssemi á höfuðborgarsvæðinu en greiði nú atkvæði gegn tillögu um að áframhald hennar verði tryggt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×