Innlent

Styður framboð til öryggisráðs

MYND/AP
Stjórn Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður leggur áherslu á að Ísland standi við framboð sitt til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag. Er það mat stjórnar sambandsins að Ísland eigi fullt erindi í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna og hafnar hún málflutningi þess efnis að Ísland hafi ekki burði til að sitja í ráðinu. Sambandið bætist þar með í hóp félaga innan Framsóknarflokksins sem lýst hafa yfir stuðningi við framboð Íslands til öryggisráðsins, en áður höfðu ungir framsóknarmenn og Landssamband framsóknarkvenna gert það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×