Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí 24. september 2005 00:01 Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira