Jón Gerald hafnaði viðtali 25. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira