Innlent

Ólafsfirðingar án sýslumanns

Ólafsfirðingar eru ósáttir við að hafa engan sýslumann með aðsetur í bænum eftir að Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður þeirra, ákvað að hverfa til annarra starfa áður en skipunartímabili hennar lauk. Í kjölfarið var ákveðið að Ólafsfjörður heyri, í það minnsta fyrst um sinn, undir sýslumanninn á Akureyri. Bæjarráð Ólafsfjarðar ræddi stöðu sýslumanns á síðasta fundi sínum og skoraði á Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra að skipa annan sýslumann með aðsetur í Ólafsfirði. Bæjarráðsfulltrúar vilja einnig að dómsmálaráðherra tryggi að lögreglumenn verði áfram til staðar á Ólafsfirði þrátt fyrir fyrirhugaða fækkun lögregluumdæma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×