Innlent

Aðrar leiðir en innrás hugsanlegar

Hollenski utanríkisráðherrann, Bernard Bot, viðurkenndi í dag að hugsanlega hefði verið hægt að leysa Íraksmálið með öðrum leiðum en að senda bandarískar hersveitir í landið. Hollensk stjórnvöld studdu innrás Bandaríkjahers en þegar Bot var spurður á þingi um hvort það hafi verið skynsamleg lausn sagði hann að þegar litið væri til baka hefði hugsanlega mátt leysa Íraksmálið með viðræðum og friðsamlegri leiðum. Hollensk stjórnvöld sendu ekki hersveitir til Íraks á sama tíma og Bandaríkin heldur fóru hersveitir þeirra fyrst til Íraks í ágúst árið 2003 til að stilla til friðar í Muthana-héraðinu. Hersveit 1.350 hermanna var kölluð heim til Hollands fyrr á þessu ári. Bandaríkin réttlæddu innrásina á þeim forsendum að gjöreyðingarvopn í eigu Saddams Husseins væru í Írak. Hingað til hafa engin gjöreyðingarvopn fundist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×