Innlent

Írak: Hefði haft aðra afstöðu

Halldór Ásgrímssson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í viðtali í Blaðinu í dag að hefði hann vitað að enginn gereyðingarvopn væru í Írak hefði hann haft aðra afstöðu til innrásar í landið. Þetta er í fyrsta sinn sem forystumaður í ríkisstjórn síðustu ára opnar á þann möguleika að innrásin hafi hugsanlega verið mistök og byggð á röngum upplýsingum um gereyðingavopnaeign Saddams Hussein. Halldór ítrekar þó að upplýsingar sem leyniþjónustur Bandaríkjamanna og Breta höfðu lagt fram hafi sagt gereyðingarvopn í landinu. Pattstaðan sem komin hafi verið upp innan Öryggisráðs Sameinuðu sjóðanna vegna málsins, þar sem meirihluti þjóða var andvígur innrás Bandaríkjamanna, hafi auk þess valdið því að ákörðun var tekin um stuðning Íslands við innrásina. Skýrslur leyniþjónustanna hafi svo reynst rangar. Halldór víkur ennfremur að gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að taka ákvarðanir án samráðs við þingflokk sinn. Þar segir hann að fjöldi mála fari gegnum þingið en það breyti því þó ekki að ráðherrar þurfi að taka ákvarðanir sem þeir telji þjóðfélaginu fyrir bestu; það sama eigi við um forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×