Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur 14. október 2005 00:01 „Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira