Innlent

Engin breyting á forystu VG

Engin breyting varð á forystusveit Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á landsfundi flokksins í dag. Sjálfkjörið var í helstu embætti. Uppstillingarnefndin fékk einnig einungis eina ábendingu um varaformann, Katrínu Jakobsdóttur, eina ábendingu um ritara, ritarann Drífu Snædal og eina ábendingu um gjaldkera, gjaldkerann Tryggva Friðjónsson. Aðspurður um það hvort þessi rússneska kosning sé til marks um almenna ánægju með flokksforystuna eða að það sé lítt eftirsóknarvert að starfa í forystu flokksins, sagði Steingrímu J. Sigfússon að það væri varla við hæfi að þau gæuf því einkunn. Hann sagði að talsverðar breytingar hefðu verið gerðar á foystunni fyrir tveimur árum því þá hefðu tvær ungar konur komið í forystuna. Hann sagði einnig forystuna vera samhenta og góða sveit sem hefði unnið vel saman. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins segist vona að þetta lýsi ánægju annars vegar með störf stjórnarinnar síðustu tvö árin og hins vegar þær stefnubreytingar sem lagðar hafa verið fyrir fundinn nú, ekki síst í jafnréttismálum. Hún agði að sumpart væru VG að reyna að fylla í það skarð sem kvennalistinn skildi eftir og gera VG að feminískum flokki Ekki var þó kosningalaust á landsfundinum - átján buðu sig fram í sjö sæti meðstjórnenda og verða úrslit þeirra kosninga kunngjörð á morgun síðasta landsfundardaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×