Innlent

Segir eigendum hafa verið hlíft

Mál Jónínu Benediktsdóttur gegn Kára Jónassyni og Fréttablaðinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag.
Mál Jónínu Benediktsdóttur gegn Kára Jónassyni og Fréttablaðinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. MYND/Valli

Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa.

Jónína fékk í gær að skoða tölvupóstana sem sýslumaður gerði upptæka hjá Fréttablaðinu 30. september síðast liðinn. Hún sagði fréttaflutning Fréttablaðsins og birtingar úr tölvupóstinum hafa valdið sér gríðarlegum skaða og verið í óþökk sinni.

Kári Jónasson, ritstjóri Fréttablaðsins, sagði að ákveðið hefði verið að vinna fréttir upp úr tölvupóstunum þar sem þeir tengdust umræðu um hverjir hefðu komið Baugsmálinu af stað. Ákveðið hefði verið að birta engar viðkvæmar persónulegar upplýsingar heldur aðeins það sem hefði fréttagildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×