Innlent

Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar

Baugsmálið var aftur tekið fyrir í dag.
Baugsmálið var aftur tekið fyrir í dag.

Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Ein væri að dómsmálaráðherra væri vanhæfur til að skipa nýjan saksóknara, önnur væri að ekki væri hægt að skipta um saksóknara eftir að málið væri höfðað og þriðja sú að enginn bær saksóknari hefði mætt fyrir rétt síðast þegar málið var tekið fyrir.

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, vísaði öllum ástæðum verjendanna á bug og sagði tíma til kominn að málið væri tekið til efnislegrar meðferðar í stað þess að stöðugt væri deilt um formsatriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×