Innlent

Dæmdir til að greiða sekt vegna ummæla um Ástþór

Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri DV, og Mikael Torfason, ritstjóri DV, voru sýknaðir af miskabótakröfu Ástþórs Magnússonar vegna skrifa í DV en nokkur ummæli sem féllu um Ástþór dæmd ómerk.

Þeir Mikael og Illugi voru dæmdir til að greiða 50 þúsund krónur hvor í sektir í ríkissjóð og málflutningskostnað Ástþórs Magnússonar. Símon Birgisson, þáverandi blaðamaður á DV, var sýknaður af sínum hluta málsins sem og fyrirtækið, 365 prentmiðlar.

Ummælin sem voru dæmd ómerk eru þessi:

"Börn látin skrifa undir vafasamt plagg – Ástþór notar börn til að ná völdum." og "Ástþór mun vera fastakúnni á barnum."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×